Fara í efni

Hafsteinn íþróttamaður Hveragerðis 2021

Hafsteinn Valdimarsson blakmaður var kjörinn íþróttamaður Hveragerðis 2021
Hafsteinn Valdimarsson blakmaður var kjörinn íþróttamaður Hveragerðis 2021

Hafsteinn Valdimarsson blakmaður var kjörinn íþróttamaður Hveragerðis 2021. Hann er fyrirliði blakliðs Hamars sem leikur í efstu deild. Hann fór fyrir liði sínu þegar liðið vann sína fyrstu titla síðastliðið vor og fagnaði deildar-, bikar- og Íslandsmeistaratitlum. Hafsteinn var valinn í lið ársins hjá Blaksambandi Íslands. Í desember síðastliðinn var Hafsteinn valinn í lið BLÍ fyrri hluta tímabils 2021-2022 en Hamarsliðið var í efsta sæti deildarinnar nú um áramótin.

Alls voru 8 íþróttamenn tilnefndir í kjöri til íþróttamanns Hveragerðis 2021 og fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur á árinu. Allir íþróttamennirnir hafa sýnt mikinn metnað til að ná langt í sinni íþróttagrein og eru svo sannarlega góð fyrirmynd fyrir bæinn og yngri íþróttamenn.

Þeir íþróttamenn sem voru í kjöri til íþróttamanns Hveragerðis 2021:

  • Dagný Lísa Davíðsdóttir fyrir góðan árangur í körfuknattleik
  • Dagný Rún Gísladóttir fyrir góðan árangur í knattspyrnu
  • Fannar Ingi Steingrímsson fyrir góðan árangur í golfi
  • Hafsteinn Valdimarsson fyrir góðan árangur í blaki
  • Haukur Davíðsson fyrir góðan árangur í körfuknattleik
  • Óliver Þorkelsson fyrir góðan árangur í knattspyrnu
  • Ragnheiður Brynjólfsdóttir fyrir góðan árangur í motocross
  • Úlfar Jón Andrésson fyrir góðan árangur í íshokkí

Hér er hægt að lesa nánar um íþróttamennina

Einnig voru veittar viðurkenningar til 17 íþróttamanna sem hafa orðið Íslands- og bikarmeistarar og verið í landsliðshópum á árinu:

  • Viðurkenningu fyrir góðan árangur í badminton fengu Margrét Guangbing Hu og Úlfur Þórhallsson.
  • Viðurkenningu fyrir góðan árangur í körfuknattleik fengu Dagný Lísa Davíðsdóttir, Haukur Davíðsson, Helga María Janusdóttir og Ása Lind Wolfram.
  • Viðurkenningu fyrir góðan árangur í blaki fengu Hafsteinn Valdimarsson, Kristján Valdimarsson, Damian Sapór, Jakub Madej, Haraldur Örn Björnsson og Wiktor Mielczarek
  • Viðurkenningu fyrir góðan árangur í knattspyrnu fengu Dagný Rún Gísladóttir, Ólíver Þorkelsson og Ívar Dagur Sævarsson.
  • Viðurkenningu fyrir góðan árangur í lyftingum fengu Heiðrún Stella Þorvaldsdóttir og Bríet Anna Heiðarsdóttir.
  • Viðurkenningu fyrir góðan árangur í golfi fengu Fannar Ingi Steingrímsson, Erlingur Arthússon og Hjörtur Björgvin Árnason.

Vegna mistaka gleymdist að veita tveimur íþróttamönnum viðurkenningu fyrir þátttöku í U15 ára landsliði í körfubolta á árinu 2021. Við biðjum þá Lúkas Aron Stefánsson og Birki Mána Daðason innilegar afsökunar á þessum mistökum en þeir fá viðurkenningu fyrir afrek sín


Síðast breytt: 17. mars 2022
Getum við bætt efni síðunnar?