Ragnar Ingi, blakmaður, íþróttamaður Hamars 2021
Ragnar hóf sinn blakferil í Neskaupstað. Ragnar gekk til liðs við nýliða Hamars í Úrvalsdeild karla og spilaði lykilhlutverk í liðinu, vann alla þrjá stóru titlana sem í boði voru á tímabilinu en Hamar varð deildar-, Íslands- og bikarmeistari síðastliðið vor. Ragnar var valinn í lið ársins í uppgjöri úrvalsdeildar að keppnistímabilinu loknu.
Á aðalfundi íþróttafélagsins Hamars voru veittar viðurkenningar til þeirra íþróttamanna sem hafa verið tilnefndar af deildum Hamars í kjör íþróttamanns Hamars 2021.
Íþróttamenn deilda Hamars 2021 voru:
Íþróttamaður Badmintondeildar Hamars 2021 Úlfur Þórhallsson
Íþróttamaður Blakdeildar Hamars 2021 Ragnar Ingi Axelsson
Íþróttamaður Knattspyrnudeildar Hamars 2021 Brynja Valgeirsdóttir
Íþróttamaður Körfuknattleiksdeildar Hamars 2021 Helga María Janusdóttir
Birgir Steinn Birgisson var sæmdur gullmerki Hamars en hann hefur verið máttarstólpi íþróttastarfs í Hveragerði í tugi ára.
Sjá nánari umfjöllun um störf Birgis á heimasíðu Hamars.