Fara í efni

Vistborð hjá Háskólafélagi Suðurlands

Háskólafélag Suðurlands er að fara af stað með nýtt tilraunaverkefni þar sem þeir leigja út skammtíma skrifstofurými fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga. Skrifborðin kalla þau "vistborð" og eru hækkanleg með góðum skrifstofustólum og gæða tölvuskjám.

Með þessu verkefni er Háskólafélag Suðurlands að vona að vistspor notenda minnki með því að minnka mengun, t.d. hjá þeim sem ferðast lengra til vinnu og væri hægt að nýta aðstöðuna hluta úr viku. Einnig geta vistborðin boðið uppá fjölbreytileika hjá einyrkjum og frumkvölum.

Sjá nánar í auglýsingu um vistborð.

 

Síðast breytt: 6. febrúar 2020
Getum við bætt efni síðunnar?