Fara í efni

Vinnufundur vegna uppbyggingar íþróttamiðstöðvar í Hveragerði

Bæjarstjóri fundaði í dag með meirihluta bæjarstjórnar ásamt stjórn Hamars, Jóni Friðriki Matthíassyni, bygginga- og mannvirkjafulltrúa Hveragerðisbæjar, Torfa G. Sigurðssyni og Jóhannesi Snorrasyni, verkfræðingum hjá Mannviti og Jakobi Líndal, arkitekt hjá Alark sem unnið hafa tillögur að forsögn fyrir byggingu nýrrar íþróttamiðstöðvar.

Forsögnin var kynnt sem og framtíðarsýn á uppbyggingu íþróttamiðstöðvar inni í dal og góður samhljómur var á milli allra fundarmanna um hugmyndirnar og næstu skref. Farið var í gegnum mögulega áfangaskiptingu og stefnt að framkvæmdum við fyrsta áfanga á næsta ári. Hugmyndir verða kynntar þegar gögn verða fullfrágengin.

Geir Sveinsson,
bæjarstjóri Hveragerðisbæjar


Síðast breytt: 8. nóvember 2022
Getum við bætt efni síðunnar?