Fara í efni

Vinningshafar jólaskreytingakeppninnar 2020

Dalsbrún 5 var mest kosna húsið í íbúakönnun um best skreytta húsið 2020 og fær þar með vinsældarvið…
Dalsbrún 5 var mest kosna húsið í íbúakönnun um best skreytta húsið 2020 og fær þar með vinsældarviðurkenningu 2020.

Fyrr í mánuðinum efndi menningar-, íþrótta- og frístundanefndar til jólaskreytingarkeppni á meðal bæjarbúa.

Dómnefnd á vegum ráðsins fór rúnt um Hveragerði 17. desember og skoðaði skreytingar bæjarbúa og greinilegt að margir íbúar leggja metnað í jólaskreytingar á híbýlum sínum. Eftirfarandi viðurkenningar voru tilkynntar á jólatónleikunum Hvergerðingar streyma inn jólin þann 18. desember:

Best skreytta húsið í Hveragerði: Varmahlíð 15

Mest skreytta húsið í Hveragerði: Réttarheiði 17

Mest kosna húsið í vinsældarkönnun á meðal bæjarbúa: Dalsbrún 5

Íbúar vinningshúsanna fá gjafabréf vegna viðurkenningana. 

Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd þakkar fyrir óvenjulegt ár og óskar Hvergerðingum velfarnaðar á nýju ári.

 

         


Síðast breytt: 29. desember 2020
Getum við bætt efni síðunnar?