Vilt þú tilnefna íþróttamann Hveragerðis 2022?
Nú er komið að því að velja Íþróttamann Hveragerðis fyrir árið 2022. Óskað er eftir tilnefningum frá almenningi í bænum, íþróttafélögum í Hveragerði og sérsamböndum ÍSÍ. Meðfylgjandi þarf að vera fullt nafn íþróttamanns og rökstuðningur fyrir valinu. Sendið tilnefningar til Jóhönnu Hjartardóttur, jmh@hveragerdi.is fyrir 10. desember 2022.
Reglugerð um kjör Íþróttamanns Hveragerðis
2.gr
Íþróttamaður Hveragerðis getur sá orðið sem er íslenskur ríkisborgari, hefur lögheimili í Hveragerði og hefur náð 16 ára aldri á því ári sem tilnefnt er fyrir. Erlendur ríkisborgari sem hefur samkvæmt Þjóðskrá haft lögheimili á Íslandi samfellt í þrjú ár (búsetuvottorð frá Þjóðskrá) telst ekki sem erlendur íþróttamaður og er gjaldgengur í kjörið.
Menningar íþrótta og frístundanefnd fer yfir tilnefningar á fundi um miðjan desember.