Viðburðum aflýst og 2ja metra reglan tekur gildi
30.07
Frétt
Stjórnvöld hafa kynnt hertar aðgerðir vegna kórónaveirunnar. Í ljósi breyttra aðstæðna hefur verið ákveðið að aflýsa bæjarhátíðinni Blómstrandi dögum. Fjöldi á samkomum miðast nú við 100 manns og tekur 2ja metra reglan gildi frá og með hádegi, föstudaginn 31. júlí. Einnig er öllum íþróttamótum aflýst til 10.ágúst. Fjöldatakmarkanir verða að nýju í Sundlaugina Laugaskarði en þar er m.v. 100 manns og gildir 2ja metra reglan í búningsklefum, pottum, gufubaði og í sundlaug.
Starfsemi allra stofnana og þjónustuaðila bæjarins miða við þessar reglur og biðjum við bæjarbúa og gesti að virða sóttvarnir og þessi tilmæli. Það er mikilvægt að hjálpast að, treysta hvort öðru og minna hvort annað á.
Njótum lífsins örugg saman, þetta líður hjá.
Síðast breytt: 30. júlí 2020
Getum við bætt efni síðunnar?