Fara í efni

Verkfall boðað á Óskalandi

Boðað hefur verið til ótímabundins verkfalls í tíu leikskólum frá og með 10. desember nk., hafi samningar ekki náðst milli Kennarasambands Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Leikskólinn Óskaland í Hveragerði er meðal þessara tíu leikskóla, en þegar hefur verið verkfall í fjórum leikskólum síðan 29. október.

Komi til verkfalls verða allar deildir leikskólans Óskalands lokaðar á meðan það stendur yfir.

Foreldrum og forráðamönnum verður haldið upplýstum með tölvupóstum og ef þurfa þykir verða hér fréttir af gangi mála.


Síðast breytt: 26. nóvember 2024
Getum við bætt efni síðunnar?