Fara í efni

Uppbygging Hamarshallarinnar.

Hönnunarfundir vegna uppbyggingu Hamarshallarinnar hafa farið vel af stað. Líkt og komið hefur fram verður Hamarshöllin boðin út í alútboði, þ.e.a.s. hönnun og framkvæmd verða boðin út í einu. Verið er að ljúka vinnu vegna alútboðsgagna en lagt er upp með að forvalið verði auglýst innan EES-svæðisins. Lögð verður áhersla á einfalda og hagkvæma byggingu og að verkinu verði skipt upp í áfanga.

Í gær var haldinn samráðsfundur með rágjöfum um enduruppbyggingu Hamarshallarinnar þar sem kynntar voru áhugaverðar hugmyndir sem ákveðið er að vinna frekar með og hefur verið boðað til nýs fundar n.k. miðvikudag þar sem öll bæjarstjórn Hveragerðis, ásamt hönnuðum og starfsfólki bæjarins mun koma saman til samtals um frekari þróunar þeirrar áhugaverðu og metnaðarfullu hugmyndar sem lögð var fyrir.


Síðast breytt: 7. október 2022
Getum við bætt efni síðunnar?