Fara í efni

Uppbygging Hamarshallarinnar og skipan í hönnunarhóp

Á fundi bæjarstjórnar 18. júlí samþykkti meirihluti bæjarstjórnar að fara af stað með hönnun og útboð á nýrri Hamarshöll á grunni þeirrar sem fauk þann 22. febrúar sl. Hamarshöllin verði einangrað hús með burðarvirki úr stálgrind eða öðrum föstum efnum.

Jafnframt var skipaður hönnunarhópur til að gera tillögu um hönnun hússins, þ.m.t. fyrirkomulag, íþróttavelli, aðstöðu og annað sem við á. Hönnunarhópurinn á að skila tillögu fyrir 15. ágúst 2022. Í framhaldinu verði farið í alútboð á hönnun og byggingu nýrrar Hamarshallar.

Hönnunarhópinn skipa eftirtaldir aðilar:

Jóhanna Margrét Hjartardóttir, menningar- og frístundafulltrúi
Jón Friðrik Matthíasson, byggingafulltrúi
Þorsteinn T. Ragnarsson, stjórn Íþróttafélagsins Hamars
Sandra Sigurðardóttir, formaður bæjarráðs
Halldór Benjamín Hreinsson, varaformaður bæjarráðs
Andri Helgason, formaður Menningar-, íþrótta- og frístundanefndar
Arnar Ingi Ingólfsson, formaður skipulags- og mannvirkjanefndar
Hlynur Kárason, fulltrúi í skipulags- og mannvirkjanefnd
Aníta Líf Aradóttir fulltrúi D-listans
Alda Pálsdóttir bæjarfulltrúi D-listans

Bæjaryfirvöld vilja horfa til langs tíma við uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hveragerði. Upplýsingar sem komið hafa frá Duol, hinum slóvenska framleiðanda á loftbornu íþróttahúsi, hafa verið ófullnægjandi og ekki fengist mikilvægar upplýsingar um gæði dúksins og ástæðu þess að húsið féll þann 22. febrúar sl. Því vill bæjarstjórn horfa á aðrar og varanlegri lausnir við uppbyggingu íþróttamannvirkja í bænum. Stefnt er að því að ný Hamarshöll, sem verði einangrað hús með burðarvirki úr stálgrind eða öðrum föstum efnum, verði komin upp haustið 2023. Til þess að svo megi verða þurfa upplýsingar um hönnun að liggja fyrir í ágúst og útboðsgögn verða tilbúin í haust. Þá er lagt til að farin verði leið alútboðs þar sem hönnun og bygging verði boðin út í einu.


Síðast breytt: 20. júlí 2022
Getum við bætt efni síðunnar?