Fara í efni

Laust starf - Umsjónarkennari - Tónmennt

Grunnskólinn í Hveragerði auglýsir eftirfarandi

Umsjónarkennsla á yngsta-, og miðstigi. Tónmenntakennsla, hlutastarf.

Hæfniskröfur:

  • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari.
  • Góð hæfni í mannlegum samskiptum.
  • Faglegur metnaður og skipulagshæfni.
  • Reynsla og áhugi á að vinna með börnum og unglingum.

Grunnskólinn í Hveragerði er 70 ára gamall, vel staðsettur í grónu og glæsilegu bæjarfélagi. Í skólanum eru um 360 nemendur og við hann starfar vel hæft og menntað starfsfólk. Skólinn flaggar Grænfána, vinnur að aukinni heilsueflingu og unnið er eftir Olweusaráætlun. Gott samstarf er við leikskóla bæjarins og Tónlistarskóla Árnessýslu, en útibú tónlistarskólans er í húsnæði skólans. Einkunnarorð skólans eru; viska, virðing og vinátta og einkennist daglegt starf skólans af þeim.

Starfið hentar öllum kynjum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands (FG).

Umsóknarfrestur er til 22. maí.

Frekari upplýsingar veita Sævar Þór Helgason skólastjóri eða Matthea Sigurðardóttir aðstoðarskólastjóri í síma 483-4350.

Skal umsóknum ásamt ferilskrá skilað í tölvupósti saevar@hveragerdi.is .

Skólastjóri


Síðast breytt: 25. apríl 2018
Getum við bætt efni síðunnar?