Fara í efni

Umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar 2023

Umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar - Iceland activities
Mynd: Magnús Hlynur Hreiðarsson
Umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar - Iceland activities
Mynd: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Þann 20. apríl síðastliðinn, á sumardaginn fyrsta voru umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar afhent að vanda við hátíðlega athöfn í Garðyrkjuskólanum á Reykjum.

Að þessu sinni hlaut fjölskyldan sem á og rekur fyrirtækið Iceland Activities verðlaunin.

í Rökstuðningi Umhverfisnefndar Hverageðsbæjar kemur eftirfarandi fram: Nefndin byggir meðal annars val sitt á þeirri hugsjón sem fjölskyldan fylgir eftir í vinnu og sínu eigin lífi, en það er að nota Hveragerði og nánasta umhverfi sem hluta af sínu starfi og lífstíl. Iceland Activities er fjölskyldurekið fyrirtæki í eigu Andrésar Úlfarssonar, Steinunnar Margrétar Sigurðardóttur, Sólveigar Drafnar Andrésdóttur og Úlfars Jóns Andréssonar.

Megin áhugamál þessarar fjölskyldu hefur alla tíð verið útivist og þá sérstaklega í umhverfinu í kringum Hveragerði. Ástæðan fyrir því að þau stofnuðu þetta fyrirtæki var að með því gafst þeim tækifæri til að sameina vinnu og áhugamál. Segja má að þau séu í daglegri markaðssetningu á með því að bjóða upp á einstakar ferðir í náttúru Hveragerðis þar sem öll fjölskyldan eru þátttakendur. Aldur fjölskyldumeðlima skiptir heldur engu máli. Það eru allir í þessu saman. Þau eru því svo einstaklega góð fyrirmynd þegar kemur að samveru fjölskyldna í umhverfi Hveragerðis.

Að launum hlaut fjölskyldan fallegt listverk eftir listakonuna Andrínu Guðrúnu Jónsdóttir en það eru fjórir útskornir fuglar. Einnig fengu þau myndarlegt rósakirsi frá garðyrkjustöðinni Flóru en það er einkennistré Hveragerðisbæjar.

Vinningshöfunum er óskað innilega til hamingju


Síðast breytt: 12. maí 2023
Getum við bætt efni síðunnar?