Umgengni við fatasöfnunargáma Rauða Krossins
04.05
Tilkynning
Eins og flestir bæjarbúar vita er tekið á móti notuðum fötum hér í gáma á vegum Rauða Kross Íslands og er það ein af þeirra fjáröflunarleiðum. Bæjarbúar hafa löngum verið afar duglegir við að skila þeim fötum sem ofaukið er í þessa gáma og það ber að þakka. Það að henda fötum í dag í almennt rusl þykir ekki í lagi. Það kemur hins vegar því miður fyrir að annað en föt rata í gámana. Nú í síðust viku var talsvert af sorpi sett í gámana en það lýsir ekki mikilli virðingu við starfsemi Rauða Kross Íslands eða þeirra starfsmanna sem þurfa að hreinsa þetta upp.
Umhverfisfulltrúi vill benda bæjarbúum á að kynna sér vel allar flokkunarleiðbeiningar, bæði hvað varðar fatasöfnunina sem og annan úrgang. Látum þetta ekki gerast aftur!
Umhverfisfulltrúi
Síðast breytt: 4. maí 2023
Getum við bætt efni síðunnar?