Trjágróður við lóðarmörk
Garðyrkjufulltrúi Hveragerðisbæjar vill góðfúslega minna íbúa á að snyrta trjágróður á sínum lóðarmörkum. Trjágróður sem vex út fyrir lóðamörk getur skapað óþægindi og jafnvel hættu fyrir gangandi og akandi vegfarendur.
Það sem þarf að hafa í huga er að:
- Umferðarmerki verða að vera sýnileg.
- Gróður má ekki byrgja götulýsingu.
- Gangandi og hjólandi þurfa að eiga greiða leið um gangstíga.
- Þar sem sláttuvélar þurfa að komast að til að slá gras má lágmarkshæð gróðurs yfir stígum ekki vera lægri en 2,8 metrar.
- Yfir akbrautum má gróður ekki slúta niður fyrir 4,2 metra og gildir þessi hæðarregla einnig þar sem sorphirðubílar, slökkvilið og sjúkrabílar þurfa að komast eftir stétt eða stíg.
Trjágróðri sé haldið innan lóðarmarka
Byggingarreglugerð setur garðeigendum þá skyldu á herðar að halda gróðri innan lóðarmarka. Í reglugerðinni nr. 112/2012 gr. 7.2.2 segir: „Lóðarhafa er skylt að halda vexti trjáa eða runna á lóðinni innan lóðarmarka. Sinni hann því ekki og þar sem vöxtur trjáa eða runna fer út fyrir lóðarmörk við götu, gangstíga eða opin svæði er veghaldara eða umráðamanni svæðis heimilt að fjarlægja þann hluta er truflun eða óprýði veldur, á kostnað lóðarhafa að undangenginni aðvörun.
Hjálpumst að við að halda bænum flottum og auðveldum okkur öllum vinnu og aðgengi.
Kristín Snorradóttir
Garðyrkjufulltrúi Hveragerðisbæjar