Fara í efni

Trjágróður á lóðarmörkum

Erfiðleikar við snjómokstur.
Eins og flestir hafa orðið vel varir við hefur veðrið ekki verið upp á sitt besta að undanförnu. Þessu hefur fylgt talsverður snjór og snjómoksturstæki því verið mikið á ferðinni. Talsvert hefur borið á því að erfitt sé að ryðja og hálkuverja gangstéttar vegna trjágróðurs sem stendur út fyrir lóðamörk. Það eru líka gangandi og aðrir vegfarendur á gangstéttunum sem þetta veldur vandræðum og getur jafnvel skapað slysahættu. Lóðarhafar eru því hvattir til að fjarlægja þær greinar sem eru til vandræða hið snarasta og gera þannig bæði starfsmönnum bæjarins og almenningi auðveldara fyrir að komast um bæinn.

Samkvæmt byggingareglugerð nr. 112/2012 gr 7.2.2 hafa garðeigendur þá skyldu að halda gróðri innan lóðamarka. Ef því verður ekki sinnt má búast við að trjágróðurinn verði klipptur að lóðamörkum á kostnað lóðarhafa.

Sjá Byggingareglugerð nr. 112/2012

Höskuldur Þorbjarnarsson
Umhverfisfulltrúi


Síðast breytt: 6. febrúar 2020
Getum við bætt efni síðunnar?