Til umsóknar starf bílstjóra í ferðaþjónustu fatlaðra
24.09
Frétt
Ferðaþjónusta fatlaðra - Akstur
Hveragerðisbær leitar eftir bílstjóra til starfa vegna ferðaþjónustu fatlaðra. Um er að ræða fullt starf.
Hæfniskröfur
- Aukin ökuréttindi (D réttindi).
- Hreint sakavottorð.
- Reglusemi og snyrtimennska.
- Hæfni í mannlegum samskiptum og góð þjónustulund.
- Lausnamiðun og sveigjanleiki.
- Íslenskukunnátta áskilin.
Helstu verkefni
- Akstur skjólstæðinga eftir akstursáætlun.
- Umsjón með bíl er varða þrif og viðhald.
- Önnur tilfallandi verkefni.
Reynsla af akstri eða vinnu með fötluðum er kostur.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til og með 10. október 2024.
Sótt er um starfið með almennri starfsumsókn á íbúagátt Hveragerðisbæjar.
Nánari upplýsingar veitir Erna Harðar Solveigardóttir deildarstjóri velferðarþjónustu í síma: 483-4000 eða erna@hveragerdi.is
Síðast breytt: 24. september 2024
Getum við bætt efni síðunnar?