Fara í efni

Suðurlandsmeistarar í skák

Suðurlandsmót grunnskóla í skák fór fram á skákdegi Íslands þann 26. janúar sem er fæðingardagur Friðriks Ólafssonar fyrsta stórmeistara Íslendinga.

Mótið er sveitakeppni milli skóla á Suðurlandi (miðað við skiptingu í Landsmóti í skólaskák) og teflt er og veitt verðlaun í tveimur flokkum, eldri og yngri.

Grunnskólinn í Hveragerði sendi til leiks eina sveit í eldri flokki. Þeir félagar í sveitinni voru Styrmir, Pétur Nói, Jón Þorberg, Jón Logi og Sigtryggur og náðu þeir að landa sigri í eldri flokki. Mótið var æsispennandi og réðust ekki úrslit fyrr en í síðustu umferð og í síðustu skákinni.

Á fundi bæjarstjórnar þann 8. mars síðastliðinn var eftirfarandi bókun einróma samþykkt:

Bæjarstjórn óskar eldri sveit Grunnskólans í Hveragerði í skák til hamingju með Suðurlandsmeistaratitilinn.


Síðast breytt: 27. mars 2018
Getum við bætt efni síðunnar?