Fara í efni

Stóri Plokkdagurinn

Stóri plokkdagurinn verður haldinn hátíðlegur sunnudaginn  27. apríl 2025 næstkomandi. Eftir veturinn bíður okkur heilmikið verkefni við að hreinsa allt sem undan snjónum kom ásamt öllu öðru rusli sem finnst á víðavangi. Við þurfum öll að leggjast á eitt og ná frábærum árangri.

Plokkið er ráðlagður dagskammtur af hreyfingu og um leið frábær skemmtun.

Plokkið er einnig:

  • Frábær hreyfing fyrir alla aldurshópa
  • Einstaklingsmiðað
  • Hver á sínum hraða
  • Frábært fyrir umhverfið
  • Fegrar nær samfélagið
  • Öðrum góð fyrirmynd

Við ætlum að hittast við Lystigarðinn fossflöt klukkan 11 á sunnudaginn þar sem tínur og pokar verða til staðar. Klukkan 13:00 hittumst við svo aftur í Lystigarðinum og fáum okkur léttar veitingar.


Síðast breytt: 22. apríl 2025
Getum við bætt efni síðunnar?