Fara í efni

Starf flokkstjóra og yfirflokkstjóra vinnuskólans í sumar

Garðyrkjudeild Hveragerðisbæjar auglýsir eftir yfirflokkstjóra vinnuskóla

Garaðyrkjudeild leitar að skemmtilegum, ábyrgðarfullum einstaklingi í stöðu yfirflokkstjóra vinnuskóla Hveragerðisbæjar.

Yfirflokkstjóri þarf að vera orðinn 19 ára vera með bílpróf, hafa áhuga á að vinna úti og með börnum.

Helstu verkefni yfirflokkstjóra eru að stýra verkefnum sumarstarfsins. Hann útdeilir verkefnum til flokkstjóra vinnuskóla og skipuleggur verkefni fram í tímann ásamt garðyrkjustjóra.

Yfirflokkstjóri sér um að halda utan um tíma, frí og veikindi flokkstjóra ásamt því að koma vinnuskýrslum til Garðyrkjustjóra.

Yfirflokkstjóri vinnur náið með starfsfólki frístundar sem heldur utan um vinnuskólann.

Vinnutími er virka daga kl. 8 til 17.00

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 2. júní 2025 og starfað til 1. september 2025.

Endilega sendið þið póst á arnygg@hveragerdi.is fyrir frekari uplýsingar eða sækið um starfið á hveragerdi.is

 

Garðyrkjudeild Hveragerðisbæjar auglýsir eftir flokkstjóra vinnuskóla

Garðyrkjudeild leitar að skemmtilegum og ábyrgðarfullum einstaklingi í stöðu flokkstjóra vinnuskóla Hveragerðisbæjar.

flokkstjóri þarf að vera orðinn 18 ára, hafa áhuga á að vinna úti og með börnum.

Flokkstjóri stýrir vinnuhópum m.a. við garðyrkjustörf og umhirðu opinna svæða í Hveragerði.

Vinnutími er virka daga kl. 8 til 17.00.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 2 júní 2025 og starfað til 1 september 2025.

Endilega sendið þið póst á arnygg@hveragerdi.is ef ykkur vantar frekari uplýsingar eða sækið um starfið á hveragerdi.is


Síðast breytt: 5. febrúar 2025
Getum við bætt efni síðunnar?