Stækkun leikskólans Óskalands
30.01
Frétt
Geir Sveinsson bæjarstjóri Hveragerðis, Sturla Gunnar Eðvarðsson, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Eik fasteignafélagi hf. og Ómar Guðmundsson fyrir hönd Hrafnshóls ehf., takast hér í hendur að lokinni undirritun samningsins í gær.
Í gær var undirritaður samningur um stækkun leikskólans Óskalands. Samningurinn er þríhliða á milli Hveragerðisbæjar, byggingaraðilans Hrafnshóls og fasteignafélagsins Eikar, sem fjármagnar stækkunina.
Stækkunin nemur um 600 fermetrum og var hönnuð af Marimo arkitektum. Um er að ræða þrjár nýjar deildir auk mun betri og stækkaðrar starfsmannaaðstöðu í leikskólanum.
Áætlað er að nýja viðbyggingin verði tekin í notkun í lok september 2024. Það mun þýða að leikskólaplássum í Hveragerði fjölgar um 50 og við það tæmast biðlistar eftir leikskóla í Hveragerði.
Til frekari glöggvunar má hér skoða fyrirhugaða byggingu í tölvugerðu myndbandi.
Síðast breytt: 1. febrúar 2024
Getum við bætt efni síðunnar?