Staða mála hjá Vatnsveitu Hveragerðis.
Hér er má sjá sérfræðinga frá íslenskum orkurannsóknum, Ísor og starfsmann bæjarins mæla eina af borholum vatnsveitu Hveragerðisbæjar í dag – lýsandi mynd fyrir þá vinnu sem nú á sér stað við að rannsaka hvað veldur lykt og bragði af neysluvatninu.
Heilbrigðsieftirlitið hefur upplýst okkur í dag um að í málmmælingum, sem tekin voru upphafi vikunnar, finnist engin óvenjuleg gildi. Þá hefur verið upplýst í gær að engin kóli/ecolí gildi finnast í neysluvatninu, sem er hæft til neyslu. Heilbrigðiseftirlitið mun upplýsa bæjaryfirvöld um leið, ef það breytist og þá með ítarlegum leiðbeiningum til bæjarbúa.
Þá er heildstæð efnagreining í vinnslu og bæjaryfirvöld hafa óskað eftir við Heilbrigðiseftirlitið að sú vinna fái forgang.
Veitur hafa reynst okkur afar vel og þau sýni sem þeirra starfsmenn tóku eru væntanleg og geta mögulega vísað okkur áfram.
Starfsmenn tæknideildar ásamt bæjarstjóra halda daglega stöðufundi þar sem farið er yfir stöðu hvers dags og verkefni dagsins skilulagt. Þá hafa starfsmenn bæjarins fylgt eftir ábendingum frá íbúum og athugað hjá þeim vatnsgæði. Öll þessi vinna púslar saman að lokum mynd sem segir okkur hver orsökin er.
Áfram höldum við að vinna markvist og örugglega að málinu þar til það leysist.
Pétur G. Markan
bæjarstjóri.