Fara í efni

Sorphirða

Vegna mikils fannfergis verða óhjákvæmilega nokkrar tafir á sorphirðu. Eins og við er að búast setur allur þessi snjór áætlanir um losun á ruslatunnum úr skorðum en víða er mjög erfitt að komast að. Íbúar eru því beðnir að moka vel frá tunnum og aðkomuleiðum að þeim en einnig að huga að því að bílar eða annað þrengi ekki að svo að ekki sé hægt að koma tunnum út af lóðum. Götur geta líka verið illfærar og þröngar því geta sorphirðubílar valdið töfum þegar þeir eru að störfum. Við þessar aðstæður þurfum við að sína því skilning að hlutirnir ganga ekki alveg eins greitt og vanalega en þetta mun allt ganga á endanum.

Ennþá er verið að vinna í því að losa grænu tunnurnar og verða gráu tunnurnar losaðar 9. og 10. janúar næstkomandi. 

Umhverfisfulltrúi


Síðast breytt: 5. janúar 2023
Getum við bætt efni síðunnar?