Fara í efni

Snjall – jólaratleikur og málverkasýning í Lystigarðinum

Jólaljósin lýsa fallega upp Lystigarðinn á Fossflöt í ár en þar má finna snjall-jólaratleik og málverkasýningu Örvars Árdal tengda leiknum fyrir íbúa og gesti Hveragerðisbæjar í desember.

Þið byrjið leikinn við inngagnshlið garðsins á horni Breiðumerkur og Skólamerkur. Þar finnið þið skilti sem gefur allar upplýsingar um hvernig þið byrjið leikinn en þið notið appið, Loquiz, sem þið hlaðið niður í símana ykkar. Þið notið símann til að rata um garðinn og leita að krossaspurningum sem þið svarið í símanum. Listaverkin og kortið í símanum gefa vísbendingar um hvar má finna spurningarnar. Þið safnið stigum fyrir hvert rétt svar. Í lokin getið þið skoðað í símanum stigaskor, vegalengd og tíma. Tilvalið að fara sem oftast til að bæta stigaskor og tíma.

Gangi ykkur sem allra best og góða skemmtun J

Sá sem er fljótastur og fær flest stig stendur uppi sem sigurvegari. Vegleg verðlaun eru frá þjónustufyrirtækjum í bænum. Leiknum lýkur á miðnætti á gamlárskvöld.

Höfundur: Jóhanna M. Hjartardóttir
Tæknimaður: Arna Björg Auðunsdóttir
Myndlistamaður: Örvar Árdal Árnason


Síðast breytt: 1. desember 2020
Getum við bætt efni síðunnar?