Skreytingar, bílastæði og Instagram
BESTU SKREYTINGARNAR - TILNEFNINGAR
Verðlaun verða veitt fyrir best skreytta húsið/garðinn, best skreyttu götuna og frumlegustu skreytingarnar á Blómstrandi dögum. Í verðlaun eru grillveisla frá SS og ísveisla frá Kjörís svo það er til mikils að vinna.
Í lýðræðissamfélagi leggjum við mikið upp úr íbúaþátttöku og óskum eftir TILNEFNINGUM til þessara verðlauna. Hægt verður að senda inn tilnefningar til kl. 12 á laugardaginn en þá mun menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd fara í skoðunarferð og velja á milli þeirra þriggja sem fá flestar tilnefningar í hverjum flokki.
Verðlaunin verða afhent í Lystigarðinum á laugardagskvöldið.
Hér er mynd af hverfalitunum svo allir séu með sína liti á hreinu.
Hér er hlekkur fyrir tilnefningar.
BÍLASTÆÐI Á BLÓMSTRANDI DÖGUM
Hér er kort af þeim bílastæðum sem eru í boði fyrir gesti hátíðarinnar.
HVERAGERÐISBÆR Á INSTAGRAM
Loks má nefna að Hveragerðisbær er kominn með Instagram síðu og þið megið endilega fylgja bænum og merkja @hveragerdi.is í "story" og öðrum færslum. Bæði meðan Blómstrandi dagar standa yfir og áfram eftir það. Vonandi getur þessi síða endurspeglað vel bæjarlífið í Hveragerði.
Hér er hlekkur á Hveragerði á Instagram.
Góða helgi og skemmtið ykkur sem allra best!