Fara í efni

Skóflustunga að gervigrasvelli - allir með!

Föstudaginn 28. júní kl. 18.30 verður formlega tekin skóflustunga að nýjum gervigrasvelli á knattspyrnusvæði Hamars uppi í Dal. Að skóflustungu lokinni býður Hveragerðisbær upp á pylsur og gos við vallarhús Grýluvallar fyrir leik Hamars og Ýmis í toppbaráttu 4. deildar karla sem hefst kl. 19.15.

Öllum iðkendum Hamars er boðið að taka þátt í skóflustungunni. Mætum í Hamarsbúningi eða einhverju bláu og með skóflu. Eitthvað verður af skóflum á staðnum fyrir þau sem eiga ekki skóflu sjálf en vilja vera með.

Framkvæmdir við jarðvinnu hófust í gær, miðvikudaginn 26. júní, svo um er að ræða formlega skóflustungu. Bæjarstjóri, bæjarstjórn og forsvarsmenn Hamars verða á staðnum auk fulltrúa verktaka.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest!


Síðast breytt: 27. júní 2024
Getum við bætt efni síðunnar?