Fara í efni

Skipulagsmál í Hveragerði

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti á fundi sínum þann 12. október 2017 eftirfarandi skipulagsáætlanir:

Aðalskipulag Hveragerðis 2017-2029. Tillagan var auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 10. júlí til 31. ágúst 2017. Níu athugasemdir og umsagnir um tillöguna bárust og kölluðu þær á minniháttar breytingar á aðalskipulagsuppdrætti og greinargerð. Tillagan hefur nú verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Nýtt deiliskipulag á Edenreit. Tillagan var auglýst í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010frá 10. júlí til 31. ágúst 2017. Tvær athugasemdir við tillöguna bárust og kölluðu þær á minniháttar breytingar á deiliskipulagsuppdrætti og greinargerð. Tillagan hefur nú verið send Skipulagsstofnun til athugunar

Breyting á deiliskipulagi við Austurmörk, Sunnumörk og Mánamörk. Tillagan var auglýst í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 frá 10. júlí til 31. ágúst 2017. Ein athugasemd við tillöguna barst og kallaði hún á minniháttar breytingu á deiliskipulagsuppdrætti og greinargerð. Tillagan hefur nú verið send Skipulagsstofnun til athugunar.

Ofangreindar skipulagsáætlanir með samþykktum breytingum, samantekt á innsendum athugasemdum og umsögnum og svör bæjarstjórnar við þeim eru aðgengilegar á heimasíðu Hveragerðisbæjar.


Síðast breytt: 19. október 2017
Getum við bætt efni síðunnar?