Fara í efni

Samþykktir á breytingu deiliskuplags

Mynd Birgir Helgason
Mynd Birgir Helgason

Auglýsing um óverulaga breytingu á deiliskipulagi fyrir Edenreit í Hveragerði.

Á fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar þann 11. mars 2021 var samþykkt óveruleg breyting á deiliskipulagi fyrir Edenreit í Hveragerði, sem felur í sér fjölgun íbúða á nýjum lóðum á deiliskipulagsreitnum úr 77 íbúðum í 84 íbúðir.

Deiliskipulagsbreyting þessi hlaut meðferð skv. 2. og 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi við Varmá í Hveragerði.

Á fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar þann 12. maí 2021 var samþykkt breyting á deiliskipulagi við Varmá í Hveragerði. Deiliskipulagssvæðið er um 11ha að flatarmáli og að mestu leiti innan reits VÞ2 í aðalskipulagi og afmarkast til suðurs af Lystigarðinum Fossflöt, til vesturs af götunni Breiðumörk, til norðurs af opnu svæði norðan Friðarstaða og til austurs af Varmá. Breytingin felur m.a. í sér nýjar lóðir fyrir ferðatengda þjónustu, gróðurhús og nýjar íbúðarlóðir. Meginmarkmið deiliskipulagsins er að skapa grundvöll fyrir uppbyggingu ferða- og heilsutengdrar þjónustu og skapa gott aðgengi að Varmá með gerð góðra göngustíga og áningarsvæða. Tvær eldri deiliskipulagsáætlanir, deiliskipulag á Friðarstöðum og deiliskipulag Hverhamars og Hverahvamms, falla úr gildi við gildistöku þessa deiliskipulags.

Ofangreind deiliskipulagsbreyting hlaut meðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi við Hlíðarhaga í Hveragerði.

Á fundi bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar þann 12. maí 2021 var samþykkt breyting á deiliskipulagi við Hlíðarhaga í Hveragerði. Deiliskipulagssvæðið er um 1,8ha að flatarmáli og nær til svæðis fyrir íbúðarbyggð ÍB5 í aðalskipulagi og afmarkast til vesturs af Hamrinum, til norðurs af opnu svæði, til vesturs af Breiðumörk og til suðurs að íbúðarbyggð við Laufskóga. Breytingin felur í sér að þéttleiki byggðarinnar fer úr 15 íbúðum/ha. í 25 íbúðir/ha og fjöldi íbúða fer 27 í 45 íbúðir. Meginmarkið deiliskipulagsins er að nýta svæðið betur með litlum og millistórum íbúðum í góðum tengslum við aðliggjandi byggð, útivistarsvæði og þjónustu.

Ofangreind deiliskipulagsbreyting hlaut meðferð skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og öðlast nú þegar gildi.

 


Síðast breytt: 1. júní 2021
Getum við bætt efni síðunnar?