Samtal við forsætisráðherra um sjálfbært Ísland
19.04
Frétt
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra býður til opinna samráðsfunda um landið um sjálfbæra þróun á Íslandi.
Fundurinn á Selfossi er haldinn 25. apríl hefst kl. 16.00 – Hótel Selfoss
Fundirnir eru með svonefndu þjóðfundarsniði, forsætisráðherra flytur opnunarávarp, stutt erindi eru frá sérfræðingur og þá er fundargestum skipt upp í umræðuhópa sem fjalla um einstök viðfangsefni.
Á fundunum verður fjallað um stöðu sjálfbærni, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara en vinna stendur yfir við mótun stefnu Íslands um sjálfbæra þróun.
Aðrir fundarstaðir eru t.d. Borgarnes, Akureyri, Höfn, Egilsstaðir og Ísafjörður.
Öll eru velkomin. Gott aðgengi fyrir hjólastóla er á öllum fundarstöðunum.
Síðast breytt: 19. apríl 2023
Getum við bætt efni síðunnar?