Fara í efni

Samningur gerður við Íþróttafélagið Hamar


Samningur var undirritaður nýverið á milli Íþróttafélagsins Hamars og Hveragerðisbæjar. Samningurinn gildir út árið 2018 en í honum er fjallað um gagnkvæmar skyldur aðila á tímabilinu.

Samningnum er ætlað að efla samstarf bæjaryfirvalda í Hveragerðisbæ og íþróttafélagsins og tryggja öflugt íþrótta-, forvarna- og tómstundastarf fyrir börn og ungmenni í Hveragerði.

Með samningnum fær íþróttafélagið 22,6 m. kr. á tímabilinu frá Hveragerðisbæ. Auk þess fær íþróttafélagið íþróttamannvirki bæjarins til endurgjaldslausra afnota og er sá styrkur metinn á 83,5 mkr. Í samningunum kemur fram að um sé að ræða rekstrarstyrki til barna og ungmennastarfs, framlag vegna meistaraflokka, fjárveiting í ferða- og tækjasjóð og rekstrarstyrkur vegna íþróttasvæða.

Hér má sjá samninginn í heild sinni: http://www.hveragerdi.is/files/584ab7be4e051.pdf

Á meðfylgjandi myndum má sjá Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra og Hjalta Helgason, formann Íþróttafélagsins Hamars undirrita samninginn.


Síðast breytt: 3. febrúar 2017
Getum við bætt efni síðunnar?