Fara í efni

Samningur við nemendur í 7. og 10. bekkjum í grunnskólans

Í dag fór fram undirskrift samnings sem Hveragerðisbær gerir við nemendur í 7. og 10. bekkjum í grunnskólanum. Samningurinn felur í sér að nemendur 7. bekkja sinna umhverfishreinsun í bænum og nemendur 10. bekkja sinna ákveðinni vinnu í mötuneyti skólanum ásamnt gæslu í frímínútum. Í stað þessa vinnuframlags nemenda greiðir Hveragerðisbær ákveðna upphæð sem nýtist svo nemendum í skólaferðalögum.

Geir bæjarstjóri kom í heimsókn og skrifaði undir fyrir hönd Hveragerðisbæjar.

Fulltrúar nemenda voru Anna, Dísa, Kiefer og Helgi úr 10. bekk og Breki, Fenrir, Árni Þór og Ísak úr 7. bekk.


Síðast breytt: 19. janúar 2023
Getum við bætt efni síðunnar?