Samið um jarðvinnu vegna gervigrass
20.06
Frétt
Pétur G. Markan bæjarstjóri undirritaði í vikunni samning fyrir hönd Hveragerðisbæjar við Auðverk ehf. um jarðvinnu vegna nýs gervigrasvallar á íþróttasvæði bæjarins í Ölfusdal.
Auðverk ehf. var valið til verksins í kjölfar verðkönnunar sem gerð var í samstarfi við VSÓ verkfræðistofu. Samkvæmt verksamningi skal verkinu lokið þann 28. júní 2024.
Verkið er fyrsti fasi í uppbyggingu gervigrasvallar í fullri stærð og mun næsti hluti verksins hefjast strax í kjölfarið. Sá hluti felur í sér lagnir og annað undirlag fyrir lokaáfangann sem er sjálft gervigrasið en reiknað er með að æfingar hefjist á nýju gervigrasi snemmvetrar 2024.
Síðast breytt: 20. júní 2024
Getum við bætt efni síðunnar?