Fara í efni

Ritari óskast við Grunnskólann

Við leitum að samskiptaliprum einstaklingi sem lætur sér annt um vellíðan barna og fullorðinna.

Starfið reynir á marga mismunandi hæfileika, en hæfni í mannlegum samskiptum, áhugi og ánægja af vinnu með börnum og ungmennum skipta miklu máli. Viðkomandi þarf að vera jákvæður og skipulagður.

Ritari veitir skrifstofu skólans forstöðu og sér til þess að gögn varðandi nemendur og bókhald séu skráð og varðveitt. Hann veitir nemendum, foreldrum og starfsfólki venjubundna skrifstofuþjónustu.

Umsækjandi þarf að hafa góða tölvukunnáttu og gott vald á íslensku. Stúdentspróf og eða víðtæk reynsla af skrifsfofustörfum æskileg.

Um laun og kjör fer eftir samningum viðkomandi stéttarfélags og Launanefndar sveitarfélaga.

Grunnskólinn í Hveragerði er vel staðsettur í grónu og glæsilegu bæjarfélagi. Einkunnarorð skólans eru; viska, virðing og vinátta og einkennist daglegt starf skólans af þeim.

Umsóknarfrestur er til 22. febrúar. Frekari upplýsingar veitir Sævar Þór Helgason, skólastjóri. saevar@hveragerdi.is og í síma 483-4350.


Síðast breytt: 7. febrúar 2017
Getum við bætt efni síðunnar?