Reykjadalur Hveragerði.
Bæjaryfirvöld í Hveragerði hafa óskað eftir að hinni vinsælu gönguleið í Reykjadal verði lokað þar til annað verði ákveðið vegna mikillar rigningar og aurburðar á svæðinu. Í þágu almannaöryggis og umhverfisverndar hefur Hveragerði haft samband við umhverfisyfirvöld og lögregluembættið á Suðulandi til að óska eftir tímabundinni lokun slóðarinnar.Reykjadalur er vinsæll áfangastaður bæði heimamanna og ferðamanna sem koma til að njóta náttúrulegra hvera og stórbrotins landslags. Hins vegar hefur mikil úrkoma á svæðinu síðustu daga valdið aurflæði, sem gerir gönguleiðina hættulega göngufólki. Lokun stígsins er nauðsynleg til að koma í veg fyrir slys og tryggja öryggi allra gesta.Hveragerði vinnur náið með umhverfisyfirvöldum og lögreglunni á Suðurlandi ásamt Hjálpasveit skáta í Hveragerði að því að fylgjast vel með gangi mála og leggja mat á hvenær óhætt verði að opna slóðina á ný verði gönguleiðinni lokað.Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem væntanleg lokun kann að valda og biðjum um samvinnu við að virða lokunina.
Með kveðju
Geir Sveinsson
Bæjarstjóri