Opnun útboðs - Sláttur og hirðing í Hveragerði
05.02
Frétt
Síðast liðinn miðvikudag, 31. janúar 2024 voru útboð, sem bárust í verkið ,,Sláttur og hirðing í Hveragerði", opnuð að viðstöddum fulltrúa Eflu á bæjarskrifstofunni í Hveragerði. Bárust fjögur tilboð. Kostnaðaráætlun frá Eflu hljóðaði upp á 37.687.062 kr.
Eftirtalin boð bárust:
Garðlist ehf - 41.760.418 kr. eða 111% af kostnaðaráætlun,
Golfklúbbur Hveragerðisbæjar - 36.570.359 kr. eða 97% af kostnaðaráætlun,
Slegið ehf - 26.317.382 kr. eða 70% af kostnaðaráætlun,
Sigurður Natanelsson - 18.857.620 kr. eða 50% af kostnaðaráætlun.
Lægsta boðið var því 50% af kostnaðaráætlun verksins.
Síðast breytt: 5. febrúar 2024
Getum við bætt efni síðunnar?