Fara í efni

Opinn fræðslufundur um ofbeldi og ábyrgð

Opinn fræðslufundur um aukið ofbeldi og ábyrgð foreldra og samfélags verður haldinn í Skyrgerðinni miðvikudaginn 9. október klukkan 19.30. 

Aukið ofbeldi og ábyrgð foreldra og samfélagsins.
Hvernig getum við saman stutt við ungmennin okkar?

Andrea Marel og Kári Sigurðsson hafa bæði starfað með unglingum um langt skeið og hafa saman breiða fagþekkingu í málefnum ungmenna. Þau hafa ferðast um landið  með fræðsluna „Fokk me - Fokk you“ sem fjallar um veruleika unglinga í tenglum við sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti. Þau hafa frætt bæði unglinga og foreldra sem og annað fagfólk sem starfar með börnum og unglingum um allt land.

Í erindi sínu munu Andrea og Kári gefa okkur innsýn inn í þann veruleika sem börnin okkar búa við og ræða við okkur hvaða áhrif við sem foreldrar getum haft á hann. Rætt er um þá þætti sem hafa áhrif á mótun sjálfsmyndar sem og birtingarmyndir ofbeldis og áreitni í ýmsu formi.


Síðast breytt: 25. september 2024
Getum við bætt efni síðunnar?