Fara í efni

Ókeypis námsgögn í grunnskólanum

Börn í öllum bekkjum í Grunnskólanum í Hveragerði munu fá ókeypis námsgögn þegar skólastarf hefst í haust. Var ákvörðun um þetta tekin við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2017 og einróma samþykkt af öllum bæjarfulltrúum í lok árs 2016.

Með ókeypis námsgögnum er afnuminn stór þáttur varðandi mismunun barna minnkar samkeppni um námsgögn sem stundum hefur borið á.

Er þessi ákvörðun liður í því að gera Hveragerðisbæ að enn betri búsetukosti fyrir barnafjölskyldur en nú fjölgar sem aldrei fyrr í Hveragerði. Er augljóst að bæði ungir sem og þeir sem eldri eru velja Hveragerði til búsetu en bæjarstjórn er mjög meðvituð um að bæjarbúum standi ávallt til boða besta mögulega þjónusta.


Síðast breytt: 24. júlí 2017
Getum við bætt efni síðunnar?