Fara í efni

Breytingar á sorphirðu

Nýtt sorphirðudagatal tók gildi mánudaginn 24. apríl.

Samkvæmt því verða allar tunnur í Hveragerði tæmdar á þriggja vikna fresti í stað fjögurra. Við vonumst til að þessi aukning dugi til að taka við sorpi bæjarbúa en minnum fólk á:

Góða flokkun.

Hún getur orðið til þess að tunnupláss dugi alltaf í þrjár vikur

Í endurvinnslutunnuna (þá grænu) fer pappi, pappír, málmar og plast.

Í lífrænu tunnuna (þá brúnu) fer allur matarúrgangur frá heimilinu.

Í gráu tunnuna fer flest annað.

Á gámasvæðinu má losa sig við gler, vax, spilliefni og allt annað sorp.

Hvert heimili í bænum á sorpmiða fyrir 12 m3 af sorplosun á gámasvæðinu á ári

Hér má nálgast Nýtt sorphirðudagatal og Opnunartíma gámasvæðisins


Síðast breytt: 25. apríl 2017
Getum við bætt efni síðunnar?