Fara í efni

Ný bæjarstjórn tekin til starfa


Fyrsti fundur nýrrar bæjarstjórnar var haldinn í dag, 15. júní. Á fundinum voru kosnir nýir fulltrúar í nefndir og ráð og ennfremur skipti bæjarstjórn með sér verkum.

Forseti bæjarstjórnar var kjörinn Eyþór H. Ólafsson og Bryndís Eir Þorsteinsdóttir var kosinn varaforseti. Friðrik Sigurbjörnsson var kjörinn formaður bæjarráðs og Bryndís varaformaður. Auk þeirra mun Njörður Sigurðsson sitja í bæjarráði.

Samþykkt var að ráða Aldísi Hafsteinsdóttir áfram sem bæjarstjóra og verður ráðningarsamningur við hana lagður fram í bæjarráði fljótlega.

Hjá Hveragerðisbæ eru starfandi nokkrar nefndir og formenn þeirra helstu verða eftirtaldir:

  • Alda Pálsdóttir, Fræðslunefnd
  • Friðrík Sigurbjörnsson, Menningar-, íþrótta- og frístundanefnd
  • Gísli Páll Pálsson, Skipulags- og mannvirkjanefnd
  • Bryndís Eir Þorsteinsdóttir, Umhverfisnefnd

Eftirfarandi eru upplýsingar frá kjörstjórn varðandi úrslit kosninganna:

Á kjörskrá voru 1953. Greidd atkvæði voru 1527 eða 78,2%.
Kosning féll þannig:

B listi Frjáls með Framsókn 215 atkvæði og 1 mann kjörinn.

  1. Garðar Rúnar Árnason.
    Til vara:
    Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir.

D listi Sjálfstæðisfélags Hveragerðis 775 atkvæði og 4 menn kjörna.

  1. Eyþór H. Ólafsson
  2. Bryndís Eir Þorsteinsdóttir
  3. Friðrik Sigurbjörnsson
  4. Aldís Hafsteinsdóttir

Til vara:
Alda Pálsdóttir
Sigurður Einar Guðjónsson
Jakob Fannar Hansen
Ingibjörg Zoëga

O listi Okkar Hveragerði 489 atkvæði og 2 menn kjörna.

  1. Njörður Sigurðsson
  2. Þórunn Pétursdóttir

Til vara:
Friðrik Örn Emilsson
Sigrún Árnadóttir.


Síðast breytt: 15. júní 2018
Getum við bætt efni síðunnar?