Fara í efni

Nemakort í boði með Strætó

Nemakort á sérstökum afsláttarkjörum í boði með Strætó en Vegagerðin hefur nú tekið við rekstri almenningssamgangna á landsbyggðunum.

Athygli er vakin á því að í boði eru sérstök nemakort fyrir þá sem sækja nám á höfuðborgarsvæðinu. Uppl. um hvernig sótt er um nemakortin má finna á heimasíðu Strætó, sbr. slóðina: https://www.straeto.is/is/upplysingar/landsbyggdin/nemakort-a-sudurlandi en gjaldið er óbreytt eða kr. 90.000 á önn.

Jafnframt er vakin athygli á að Vegagerðin hefur tekið við rekstri almenningssamgangna á landsbyggðunum en samningar um almenningssamgöngur á Suðurlandi, á milli SASS og Vegagerðarinnar, rann út um áramótin. Vegagerðin, fyrir hönd ríkisins, tók formlega við rekstrinum frá og með 1. janúar 2020. Skv. upplýsingum frá Vegagerðinni verður þjónustan með óbreyttu sniði árið 2020

 

Síðast breytt: 14. janúar 2020
Getum við bætt efni síðunnar?