Leikfélagið - Naktir í náttúrinni
Leikfélag Hveragerðis æfir nú af kappi leikritið Naktir í náttúrinni sem byggt er á kvikmyndinni „ Full monty.“
Jón Gunnar Þórðarson leikstjóri hefur samið leikgerðina og staðfært hana að Hveragerði og nágrenni. Leikritið segir frá nokkrum garðyrkjumönnum og fleirum sem ákveða að auka tekjurnar með því að koma fram og sýna dans í þeim anda, sem myndin sem fylgir fréttinni sýnir. Leikarar eru 18 og þar á meðal nokkrir sem ekki hafa leikið með Leikfélagi Hveragerðis áður. Stefnt er á frumsýningu þriðju helgina í janúar.
Að þessu tilefni gefur Leikfélagið út dagatal með myndum af leikurunum, mjög lítið klæddum.
Félagar úr Leikfélaginu selja dagatalið í Bónus í Hveragerði og Selfossi föstudaginn 9. Des milli klukkan 16 og 18 og laugardaginn 10 des frá klukkan 14 til 16.
Einnig verður hægt að kaupa það í Shell Hveragerði, Álnavörubúðinni, Upplýsingamiðstöðinni í Hveragerði og Rósagarðinum.
Leikfélagið verður 70 ára á næsta ári og þessi frumsýning er liður í þeim hátíðarhöldum sem verða af því tilefni. Mánudaginn 5. Des og miðvikudaginn 7. Des heldur Leikfélagið námskeið í upplestri og framsögn milli 17 og 19 báða dagana og er það fólki að kostnaðarlausu. Anna Jórunn Stefánsdóttir talkennari verður leiðbeinandi á námskeiðinu.