Fara í efni

Hver er Hvergerðingurinn - Myndgreiningarfundir


Héraðsskjalasafn Árnesinga stendur fyrir greiningarfundum á ljósmyndum á Bókasafninu í Hveragerði. Starfsmaður skjalasafnsins mun varpa ljósmyndum tengdum Hveragerði á tjald og leita eftir aðstoð gesta við að nafngreina fólk, staði og fleira. Verkefnið er styrkt af uppbyggingarsjóði Suðurlands.

Þegar hafa verið haldnir tveir fundir en framundan eru tveir, fimmtudaginn 7. mars og fimmtudaginn 21. mars. Fundirnir hefjast kl. 13:30 og allir eru hjartanlega velkomnir.

Héraðsskjalasafn Árnesinga
Bókasafnið í Hveragerði


Síðast breytt: 28. febrúar 2019
Getum við bætt efni síðunnar?