Fara í efni

Matreiðslumann vantar á Leikskólann Undraland

Matreiðslumaður óskast í 100% starf

Leikskólinn Undraland í Hveragerði auglýsir eftir matreiðslumanni 100% stöðu.

Leikskólinn flytur í október nk. í nýtt húsnæði þar sem í upphafi verða fjórar deildir en gert er ráð fyrir að með fjölgun barna verði leikskólinn 6 deilda. Glæsilegt eldhús er í nýja leikskólanum en fyrirhugað er að það verði eldað fyrir báða leikskóla bæjarins og hefjist það á næsta ári.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Mótun og uppbygging hollra matarvenja
  • Rekstur mötuneytis
  • Matseld
  • Skipulagning matseðla
  • Innkaup

Reynsla og hæfni:

  • Menntun á sviði matreiðslu og/eða reynsla af matreiðslu í stóreldhúsi
  • Góð þekking á næringarfræði og rekstri mötuneyta
  • Skipulagshæfni og sjálfstæð vinnubrögð
  • Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
  • Nákvæmni í vinnubrögðum

Unnið er eftir ráðleggingum og markmiðum Lýðheilsustöðvar hvað varðar hollustu og næringargildi matvæla. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitafélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf í byrjun október.

Umsóknarfrestur er til 1. september 2017 en umsóknareyðublöð má finna á vef Hveragerðisbæjar www.hveragerdi.is.

Nánari upplýsingar gefur leikskólastjóri Anna Erla Valdimarsdóttir, sími: 483-4234, undraland@hveragerdi.is


Síðast breytt: 4. ágúst 2017
Getum við bætt efni síðunnar?