Fara í efni

Malbikunarframkvæmdir 22. - 23. ágúst - Kambar og Breiðumörk

Dagana 22-23. ágúst verður Hellisheiði lokuð til austurs frá gatnamótum við Þrengslaveg vegna malbikunarframkvæmda neðst í Kömbum. Merkt hjáleið verður um Þrengslaveg og Þorlákshafnarveg. Vinnusvæðamerkingar verða settar upp skv. viðhengdri merkingaráætlun 8.0.83. Opið veður fyrir þá sem eiga erindi að Hellisheiðarvirkjun.

Kl. 9:00 að að morgni 22. ágúst hefjast fræsingar neðst í Kömbum.

Kl. 19:00 – 22:00 sama dag verða báðar akreinar malbikaðar á Breiðumörk í Hvergerði milli Sunnumarkar og Suðurlandsvegar. Götunni verður lokað meðan á framkvæmdum stendur og verður merkt hjáleið um Ölfusveg. Aðgengi að þjónustustöð N1 verður skert í skamma stund. Vinnusvæðamerkingar verða settar upp skv. viðhengdri merkingaráætlun 8.0.85.

Kl. 22:00 hefst svo malbikun neðst í Kömbum. Áætlað er að framkvæmdum verði lokið kl. 7:00 að morgni föstudagsins 23. ágúst.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

 


Síðast breytt: 20. ágúst 2024
Getum við bætt efni síðunnar?