Fara í efni

Lúðrasveit flytur bestu lög Magnúsar Þórs

Lúðrasveit Þorlákshafnar hefur látið útsetja fyrir sig valin lög úr safni Magnúsar Þórs Sigmundssonar og það vita þeir sem þekkja til að úr nógu er að velja þar enda Magnús Þór einn af ástsælustu og afkastamestu lagahöfundum sem Íslendingar eiga.

Magnús Þór kynnir lögin og segir sögur af ferlinum.
Á þessum þremur tónleikum munu frábærir gestir koma fram með LÞ. Söngvarinn Stefán Jakobsson, sem er hvað þekktastur fyrir að syngja með hljómsveit sinni Dimmu, mun syngja með Lúðrasveitinni nokkur laganna og einnig mun Magnús Þór sjálfur vera í hlutverki kynnis og segja áheyrendum sögur af lögunum og ferli sínum.

Um þrenna tónleika verður að ræða:

  • Ráðhúsi Ölfuss í Þorlákshöfn fimmtudaginn 18. maí kl. 20.30 (Miðar seldir í Kompunni í Þorlákhöfn)
  • Á Hótel Örk í Hveragerði föstudaginn 19. maí kl. 20.30
  • Í Gamla bíó Reykjavík sunnudaginn 21. maí kl. 20.30
    Miðaverð er 3.500 kr
    . 200 miðar eru í boði í Þorlákshöfn, þeir verða seldir í Kompunni og er ekki posi á staðnum (en banki nánast við hliðina á!).

Midi.is sér um miðasölu á tónleikana í Hveragerði og Reykjavík.

Lögin sem áheyrendur eiga von á að heyra eru meðal annarra Jörðin sem ég ann, Álfar, Ísland er land þitt, Þú átt mig ein, Ást, Freyja og svo mætti lengi telja…

Það er óhætt að lofa því að þessar dásamlegu perlur Magnúsar Þórs munu fá að njóta sín í flutningi Lúðrasveitar Þorlákshafnar og Stefáns Jakobssonar og eins og áður segir eru þær allar sérútsettar fyrir Lúðró sem fékk styrki fyrir verkefninu frá Menningarsjóði SASS, Menningarnefnd Ölfuss og Nótnasjóði STEFs.

Tryggið ykkur miða sem fyrst!


Síðast breytt: 10. maí 2017
Getum við bætt efni síðunnar?