Listasafn Árnesinga fékk úthlutað úr Barnamenningarsjóði
30.05
Frétt
Lilju Alfreðsdóttir, Katrín Jakobsdóttir, Kristín Scheving safnstjóri og Alda Rose verkefnastjóri fræðslu og Kolbrún Halldórsdóttir
Listasafn Árnesinga fékk úthlutað á degi barnsins hæsta styrk frá Barnamenningarsjóði Íslands 6 milljónir til að halda áfram með að færa safnið og listamenn sem vinna með safninu inn í skólastofur í Árnessýslu. Alls var úthlutað 92 milljónum króna úr sjóðnum til 34 verkefna.
Á myndinni eru Kristín Scheving safnstjóri og Alda Rose verkefnastjóri fræðslu með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra, Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra og Kolbrúnu Halldórsdóttur
Þetta er fjórða úthlutun sjóðsins sem stofnaður var í tilefni aldarafmælis fullveldisins. Hlutverk sjóðsins er að fjármagna og styðja við fjölbreytta starfsemi á sviði barnamenningar með áherslu á sköpun, listir og virka þátttöku barna í menningarlífi.
Síðast breytt: 30. maí 2022
Getum við bætt efni síðunnar?