Fara í efni

Listamannahúsið Varmahlíð – umsóknir um dvöl

Menningar- íþrótta- og frístundanefnd Hveragerðisbæjar auglýsir eftir umsóknum um dvöl í listamannahúsinu Varmahlíð í Hveragerði. Horft er til listamanna sem eru í fagfélögum í sinni listgrein auk annarra listamanna.

Íbúðarhúsið er búið öllum húsgögnum og eldunartækjum. Gestalistamenn fá endurgjaldslaus afnot af húsinu en gert er ráð fyrir að þeir kynni sína listgrein í samfélaginu.

Sótt er um rafrænt á vef Hveragerðisbæjar fyrir 25. nóvember 2022.

Úthlutun dvalartímabila mun fara fram fyrir árið 2023, frá janúar n.k. til og með desember, 2 til 4 vikur í senn.

Nánari upplýsingar hjá menningar- og frístundafulltrúa s. 483 4000

Umsóknir eru rafrænt og má finna hér www.hveragerdi.is

Umsóknarfrestur er til 25. nóvember n.k.


Síðast breytt: 9. janúar 2023
Getum við bætt efni síðunnar?