Fara í efni

Líkan af Sundlauginni í Laugaskarði

frá vinstri: Sandra Sigurðardóttir, Emma Lind Þórsdóttir og Sólveig Þrastardóttir
frá vinstri: Sandra Sigurðardóttir, Emma Lind Þórsdóttir og Sólveig Þrastardóttir

Sundlaugin í Laugarskarði er vinsæl sundlaug meðal landsmanna. Margir gestir koma langt að til þess eins að njóta og upplifa einstaka kyrrð sem ríkir á sundlaugarsvæðinu. Emma Lind Þórsdóttir er ein af þessum landsmönnum sem hefur einstakt dálæti á sundlauginni og byggingunni.

Emma Lind er í undirbúningsnámi fyrir landslagsarkitekt. Emma færði Hveragerðisbæ líkan af sundlaugarbyggingunni sem hún bjó til í námi sínu, en nemendur fengu að velja sér byggingu að eigin vali. Arkitektinn af sundlaugarhúsinu er Gísli Halldórsson en húsið þykir einstaklega fallega hannað sem fellur vel að umhverfinu.

Á myndinni má sjá Emmu Lind með líkanið, Sólveigu Þrastardóttir starfsmanni Sundlaugarinnar og Söndru Sigurðardóttir formanni bæjarráðs.

Gestum gefst því fljótlega kostur á að skoða líkanið sem verður staðsett í Sundlauginni Laugarskarði. Við þökkum Emmu Lind kærlega fyrir rausnarlega gjöf.

 


Síðast breytt: 31. mars 2023
Getum við bætt efni síðunnar?