Leikskólinn Undraland í Hveragerði auglýsir lausar stöður
Leikskólinn starfar eftir aðalnámsskrá leikskóla og kennsluaðferðum Leikur að læra. Leikskólinn stefnir á að verða einn af LAL-skólum landsins og í haust hófst innleiðingarár í samstarfi við forsvarsmenn LAL-teymisins. Lögð er áhersla á vinnu með málörvun, læsi og hreyfingu og einkunnarorð skólans eru umhyggja, leikur og öryggi. Í haust flutti leikskólinn Undraland í Hveragerði í nýtt og stærra húsnæði. Húsið er 6 deilda skóli en í janúar 2018 verðum við með 5 deildir starfandi og þar dvelja börn á aldrinum 12 mánaða til 5 ára á aldursskiptum deildum.
Frá og með 1. janúar 2018 óskum við eftir að ráða leikskólakennara í lausar stöður. Um er að ræða stöður með 100% starfshlutfall.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Leikskólakennari: Vinnur samkvæmt starfslýsingu leikskólakennara að uppeldi og menntun leikskólabarna undir stjórn deildarstjóra.
Menntunar- og hæfnikröfur:
• Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun sem nýtist í starfi.
• Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum.
• Færni í samskiptum og áhugi á að vinna í hóp
• Metnaðarfullur, hugmyndaríkur og sveigjanlegur.
• Jákvæðni og stundvísi.
• Hafa gott vald á íslensku
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitafélaga og viðkomandi stéttarfélags.
Til greina kemur að ráða starfskrafta með aðra menntun en leikskólakennaramenntun og eða reynslu af störfum með börnum og hvetjum við aðila af báðum kynjum til að sækja um.
Umsóknarfrestur er til og með 15. desember 2017
Umsóknareyðublöð eru á vef Hveragerðisbæjar: www.hveragerdi.is og þeim skal skilað á skrifstofu Hveragerðisbæjar, Breiðumörk 20, eða á mottaka@hveragerdi.is
Nánari upplýsingar veitir Anna Erla Valdimarsdóttir, leikskólastjóri í síma 4834234 og 8678907 og undraland@hveragerdi.is