Fara í efni

Leikskólakennara og deildarstjóra vantar í Hveragerði.

Hveragerði er ört vaxandi sveitarfélag sem rekur tvo leikskóla, Óskaland og Undraland. Báðir leikskólar auglýsa nú eftir metnaðarfullum, skapandi og jákvæðum starfsmönnum af báðum kynjum fyrir haustið/veturinn. Getur verið að þú sért einmitt rétta manneskjan í starfið?

Leikskólinn Óskaland

Við leikskólann Óskaland eru lausar stöður leikskólakennara á allar deildir frá 1.ágúst n.k. Leikskólinn er 4ra deilda skóli fyrir börn á aldrinum 16 mánaða til 5 ára. Leikskólinn starfar í anda Reggio Emilia. Lögð er áhersla á vinnu með málörvun,læsi, skapandi starf, hreyfingu og lífsleikni.

Umsóknarfrestur er til 15. júlí

Leikskólinn Undraland

Frá og með 13. ágúst vantar í fjórar stöður við Undraland, bæði deildarstjóra og leikskólakennara. Leikskólinn starfar í nýju vel útbúnu 6 deilda húsnæði og þar dvelja börn á aldrinum 12 mánaða til 5 ára á. Lögð er áhersla á vinnu með málörvun, læsi og hreyfingu og unnið er eftir kennsluaðferðum leikur að læra.

Umsóknarfrestur er til 1.ágúst.

Menntunar- og hæfnikröfur:

  • Leikskólakennaramenntun eða önnur uppeldismenntun.
  • Reynsla af uppeldis- og kennslustörfum kostur
  • Lipurð og hæfni í samskiptum.
  • Jákvæðni og stundvísi.
  • Gott vald á íslenskri tungu.
  • Hreint sakavottorð.

Fáist ekki menntaðir leikskólakennarar eða fólk með aðra uppeldismenntun og eða reynslu kemur vel til greina að ráða leiðbeinendur tímabundið í lausar stöður!

Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og störfin henta jafnt konum sem körlum.

Umsóknareyðublöð eru á vef Hveragerðisbæjar:hér og þeim skal skilað á skrifstofu Hveragerðisbæjar, Breiðumörk 20, 810 Hveragerði eða á mottaka@hveragerdi.is

Nánari upplýsingar veita:

Anna Erla Valdimarsdóttir, leikskólastjóri undraland@hveragerdi.is

Gunnvör Kolbeinsdóttir, leikskólastjóri oskaland@hveragerdi.is


Síðast breytt: 18. júní 2018
Getum við bætt efni síðunnar?