Lausar stöður við leikskólann Óskaland
Langar þig að hafa áhrif og skipta máli í lífi dýrmætustu íbúa Hveragerðis?
Ef svo er hafðu þá samband við leikskólann Óskaland sem fyrst!
Leikskólinn er staðsettur við Finnmörk 1, í Hveragerði.Leikskólinn er 6 deilda skóli fyrir börn á aldrinum 12 mánaða til 6 ára, verður 9 deilda leikskóli með hausti 2024.
Stöður deildarstjóra og sérkennara eru lausar við leikskólann Óskaland frá 8.ágúst. nk.
Kennsluréttindi skilyrði og reynsla af stjórnunarstarfi kostur. Leitað er að metnaðarfullum, skapandi og jákvæðum einstkaklingum með góða hæfni í mannlegum samskiptum. Viðkomandi þurfa að vera tilbúnir til að taka þátt í uppeldi og menntun barna í nánu samstarfi við stjórnendur og hafa gott vald á íslenskri tungu. Umsækjendur skulu hafa hreint sakavottorð.
Umsóknarfrestur er til 30.júní n.k.
Sótt er um starfið með almennri starfsumsókn á íbúagátt Hveragerðisbæjar
Nánari upplýsingar veitir Gunnvör Kolbeinsdóttir skólastjóri eða Eva Hrönn Jónsdóttir aðst.skólastjóri á netfangið: oskaland@hveragerdi.is eða í síma 4834139
Starfið hentar öllum kynjum. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags.